Virkjum kosningaréttinn

Reykjavík

16. nóvember 2015

17-18:30

Höfuðborgarsvæðið

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar stendur fyrir opnum fundi um virkjun kosningaréttarins og mikilvægi þess að mismunandi hópar samfélagsins nýti sér kosningarétt sinn og séu virkir í stjórnmálum.  Fundarefnið er valið í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
 
Fundurinn hefst á því að Eva H. Önnudóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um þátttöku mismunandi hópa í kosningum og af hverju fólk tekur þátt í kosningum.  Auk þess mun hún fjalla um aðgerðir sem farnar hafa verið til þess að auka þátttöku og hvaða árangur þær hafa borið.
 
Að því erindi loknu fara fram pallborðsumræður þar sem ræddar verðar spurningar varðandi fundarefnið s.s. hvaða þýðingu kosningarétturinn hafi í nútímasamfélagi?  Er virkni hópa samfélagsins misjöfn?  Ef svo er, hvað veldur því?  Hvernig má bæta úr?  Þarf sérhæfðar aðgerðir til þess að virkja mismunandi hópa?  Hverjar gætu þær aðgerðir verið?
 
Fulltrúar frá Reykjavíkurráði ungmenna, mannréttindaráði, fjölmenningarráði og öldungaráði Reykjavíkurborgar sitja í pallborði.  Umræðum stýrir Eva Einarsdóttir varaformaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
Kvennaheimilið Hallveigarstöðum við Túngötu
Verið öll velkomin