“Vertu feministi, María mey!”

16. ágúst 2015

13:00

none

 

Níundi og síðasti þáttur um kvennabaráttuna í söngvum á RÚV 1.

Í þessum þætti verður fjallað um kvenréttindasöngva á síðustu tveimur áratugum. Það vakti mikla athygli þegar pönkhljómsveitin Pussy Riot flutti söng sinn „Punk Prayer“ í rússneskri kirkju og nokkrar konur í hljómsveitinni voru dæmdar til fangelsisvistar fyrir að hafa lítilsvirt rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna með þessum tónlistarflutningi. Í söngnum var Pútín Rússlandsforseti gagnrýndur, en söngurinn fjallaði líka um kvenréttindi, t.d. kom þar fyrir orðið „femínisti“ og í réttarhöldunum yfir Pussy Riot var því haldið fram að þetta væri ósiðlegt orð. Í þættinum verða einnig fluttir íslenskir söngvar og söngvar sem hafa komið fram á Vesturlöndum á seinni árum. Þar má nefna söng Nellie McKay: „Mother of Pearl“ sem hefst á orðunum „Femínistar hafa engan húmor!“

 

Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.