Verk úr mörgum bútum

Hveragerði

08. mars 2015

13:00-16:00

Suðurland

Viltu taka þátt og skapa verk úr mörgum bútum?

 

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sunnudaginn 8. mars kl. 13-16, minnumst við 100 ára kosningaafmælis kvenna með þátttökuverkefni þeim til heiðurs og í anda sýningarinnar ÁKALLs. Halldóra Gestsdóttir fatahönnuður og listgreinakennari býður gestum að vinna með sér verk úr endurnýttu efni. Gaman væri ef þeir sem vilja taka þátt komi með efnisbúta með sér til þess að nota í verkið. Bútarnir mega gjarnan eiga uppruna sinn í gamalli flík sem hefur misst hlutverk sitt og ekki er verra ef saga fylgir bútnum. Um leið og verkið er unnið fer fram umræða um stöðu kvenna í dag, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti og mannréttindi í stærra samhengi svo sem í samhengi samfélagslegrar virkni og áhrif dvínandi kosningaþátttöku.

Þátttaka í gjörningnum verður þannig myndræn yfirfærsla á framlagi einstaklinga til samfélagslegra málefna svo sem kosninga og með því að beita fyrir sér saumaskap er aldagamalli hefð kvenna haldið á lofti. Vert er að benda á að þátttaka í verkefninu er öllum opin, ekki síður körlum en konum.

 

Listasafn Árnesinga
Austurmörk 21, Hveragerði