“Tvær sterkar”

14. nóvember 2015

none

Sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) og hinnar færeysku Ruth Smith (1913-1958) opnar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Báðar ólust upp á vindbörðum og gróðursnauðum eyjum í Norður Atlantshafi, annars vegar á Heimaey og hinsvegar á Suðurey. Báðar settust í Listaháskólann í Kaupmannahöfn og urðu, ásamt Kristínu Jónsdóttur, fyrstu konurnar sem gerðu myndlist að ævistarfi í heimalöndum sínum.