“Til fundar við formæður”

Árborg

25. apríl 2015

14:00

Suðurland

Kvenfélag Selfoss stendur fyrir kosningakaffi í Héraðsbókasafni Árnessýsu á Selfossi laugardaginn 25. apríl 2015.

Þar verður sýning á munum í eigu Kvenfélags Selfoss til minningar um þær konur sem stofnuðu Kvenfélag Selfoss ári eftir stofnun sveitarfélagsins Selfosshrepps árið 1947 og stóðu að uppbyggingu samfélagsins sem í dag er Selfossbær.

Kosningakaffið verður sett kl 14:00

Á dagskrá  verða eftirfarandi erindi:

  1. Guðrún Jónsdóttir, fyrrum starfsmaður Stígamóta segir frá formæðrum sínum.
  2. Halldóra Íris Magnúsdóttir nemandi í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir frá stöðu og viðhorfum ungra kvenna í dag og minnist langömmu sinnar.

Á sama tíma verður myndasýning í glugga Héraðsskjalasafnsins af öllum fjallkonum á Selfossi frá 1949 til ársins 2014.