“Svannasöngur á götu”

12. júlí 2015

13:00

none

Fjórði þáttur af níu um kvennabaráttuna í söngvum á RÚV 1.

LV
Laufey Valdimarsdóttir

Fjallað er um kvenréttindabaráttuna hérlendis og erlendis frá 1916 til 1960. Erfitt er að finna kvenréttindasöngva frá þessu tímabili, og stundum er sagt að bakslag hafi komið í baráttuna upp úr 1920, en víða fengu konur kosningarétt um það leyti og minna bar á kvenréttindabaráttunni eftir það. Samt þróaðist staða kvenna í átt til aukins frjálsræðis, sem kom m.a. fram í breyttri tísku: konur fóru að klippa hárið og ganga í stuttum pilsum. Þær urðu líka ófeimnari að tjá sig opinberlega sem m.a. kemur fram í gamanvísunum „Svannasöngur á götu“ sem Laufey Valdimarsdóttir orti árið 1931.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.