Samdrykkja um konur

Rekjavík

29. apríl 2015

20:00

Höfuðborgarsvæðið

Félag áhugamanna um heimspeki tekur á móti sumri og hugar að spennandi verkefnum

Til að hrista af okkur vetrardoðann ætlum við að blása til samdrykkju þar sem rædd verða spennandi verkefni sem koma huganum á flug!

Fyrr í vetur var vefnum hugsunkvenna.is hleypt af stokkunum. Með honum er ætlunin að taka saman og miðla efni um hugsun kvenna með þeim hætti að það geti nýst við kennslu í grunn- og framhaldsskólum.

Sigurlaug Hreinsdóttir, stofnandi verkefnisins og heimspekikennari, mun segja frá framgangi þess og þróun.

Reconesse Database er ekki síður metnaðarfullt verkefni á tengdu sviði. Stefna þess er að koma á laggirnar alþjóðlegum gagnagrunni þar sem finna má upplýsingar um konur sem hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á samfélag okkar en ekki notið sannmælis.

Berglind Sunna, einn af aðstandendum verkefnisins mætir á svæðið og segir okkur allt af létta.

Samdrykkjan verður haldin á Kaffi Sólon þann 29. apríl klukkan 20:00.