Ráðherraspilið. Kosningaréttur kvenna hundraðfjörutíu og fjögurra ráðherra

Reykjavík

24. september 2015

17:00

Höfuðborgarsvæðið

HallgrímurHelgason opnar sýningu í Borgarbókasafninu Kringlunni.
Hallgrímur vinnur gjarnan á pólitískum nótum en sjaldan jafn sýnilega og í verkinu Ráðherraspilið sem nú er sett upp í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Verkið var unnið fyrr á þessu ári í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og er fyrsta þrívíða verk listamannsins, og að auki hans fyrsta “interaktífa” verk. Hér gefst fólki tækifæri til að setjast niður við spilaborð og reyna að mynda sína eigin ríkisstjórn með því að kasta teningum. Sá vinnur sem flestum konum nær í stjórn.

Í verkinu afhjúpar Hallgrímur þrönga stöðu kvenna þegar að völdum kemur, og þá staðreynd að þrátt fyrir að konur hafi haft kosningarétt í heila öld hafa þær nær eingöngu kosið karlmenn.

 

Sýningin stendur til 25. október 2015