#orka kvenna á Instagram

Reykjavík

01. júní 2015

12:00

Höfuðborgarsvæðið

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Gagnaveita Reykjavíkur og Orka náttúrunnar, blása til ljósmyndasamkeppni á Instagram fyrir ungt fólk til að heiðra 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

 

  • Þátttakendur taka mynd sem þeir telja beisla orku kvenna; hvort sem hana er að finna í fólki, listaverkum, náttúrunni eða öðru.
  • Myndinni er deilt á Instagram undir myllumerkinu #orkakvenna.
  • Ljósmyndirnar safnast saman á nýrri vefsíðu, orkakvenna.is, sem opnar  1. júní.

 

Verðlaun í þremur flokkum

Besta myndin og frumlegasta myndin verða valdar af skipaðri dómnefnd, en einnig verða veitt verðlaun fyrir vinsælustu myndina. Allir þátttakendur á aldrinum 13-20 ára geta unnið til verðlauna.

Dómnefndina skipa þau Sunna Ben, ljósmyndari og listakona, sem er jafnframt formaður dómnefndar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Salka Sól Eyfeld, söng- og leikkona, og Hildur Ingvarsdóttir, forstöðumaður viðhaldsþjónustu Orkuveitunnar.

 

Keppnin hófst á hádegi mánudaginn 1. júní, og lýkur á miðnætti 20. júní, til að allir hafi tök á að birta myndir af hátíðarhöldunum á afmælisdaginn sjálfan, 19. júní. Úrslit verða tilkynnt fimmtudaginn 25. júní.

 

Viðburðurinn er hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

 

www.orkakvenna.is

www.or.is

www.kosningarettur100ara.is

 

Nánari upplýsingar veitir Sunna Valgerðardóttir hjá samskiptasviði Orkuveitu Reykjavíkur.

(617-7730 og sunnav@or.is)