Menningarvika Grindavíkur

Grindavík

14. mars 2015

11:00-13:00

Suðurland

100 ár frá kosningarétti kvenna.

Dagskrá í samkomusal nýja íþróttamannvirkisins við Austurveg.

Saga Kvenfélags Grindavíkur
Núverandi formaður ásamt fyrrum formönnum rekja 90 ára sögu félagsins í máli og myndum.
Súpa og brauð í boði.
Hljómsveitin Eva
Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasdóttir flytja frumsamin lög sem eru einlæg og melódísk og kitla á sama tíma hláturtaugar og tárakirtla þeirra sem á hlýða.

“Perlur festarinnar eru margvíslegar”
Ávarp Birnu Þórðardóttur á þessum merku tímamótum. Í fjóra áratugi hefur Birna Þórðardóttir verið eins konar persónugervingur pólitískra mótmæla gegn misrétti og stríðsrekstri. Enn tekur hún virkan þátt í slíkum aðgerðum þegar við á.