Með storminn í fangið

Reykjavík

29. október 2015

16:00-18:00

Höfuðborgarsvæðið

“Með storminn í fangið” – málþing um stöðu menntaðra kvenna

Húsnæði Orkuveitunnar Bæjarhálsi 1 i Reykjavík.

 

Skráning á viðburðinn er hér: https://docs.google.com/forms/d/1Au6SQYyee4NyBB3_K4vU0TwriGhz3qX7LXN7jUZnodo/viewform

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna efna Samtök fagfélaga kvenna til málþings um stöðu hinnar menntuðu konu. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 29. október frá kl. 16-18 í húsnæði Orkuveitunnar í Reykjavík.

Dagskrá:

Kl. 16 – Tekið á móti gestum með kaffi

Erindi:
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, sérfræðingur stjórnvalda við stefnumótun í jafnréttismálum: “Staða kvenna á vinnumarkaði – er jafnrétti í augsýn?”

Ólöf Júlíusdóttir, doktorsnemi í félagsfræði við HÍ: “Samspil fjölskyldu og atvinnulífs: tækni, tími og rými”

Frú Vigdís FInnbogadóttir ávarpar málþingið.

Að loknum ávörpum og erindum taka við pallborðsumræður.

Þátttakendur í pallborði eru:
Margrét Flóvenz, endurskoðandi
Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir
Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögfræðingur
Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur
Rannveig Rist, verkfræðingur
Birna Bragadóttir, Orkuveita Reykjavíkur

Jóhanna Harpa Árnadóttir stýrir pallborðsumræðum.

Kl. 18:15 – Léttar veitingar og spjall í góðum hópi kvenna

Fagfélög kvenna samanstanda af eftirtöldum félögum:
– Félag kvenna í læknastétt
– Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands
– Félag kvenna í endurskoðun
– Félag kvenna í lögmennsku
– Félag prestvígðra kvenna

Allar félagskonur eru boðnar velkomnar á málþingið.