Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni

Blönduós

27. september 2015

14:00-17:00

Vesturland

 

Í Kvennaskólanum á Blönduósi

 

Þekkingarsetur á Blönduósi, Textílsetur Íslands og Heimilisiðnaðarsafnið standa fyrir málþingi um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni
Jóhanna Jóhannesdóttir (f. 4.11.1895, d. 1.5.1989) var bóndi og hæfileikarík handyrðakona frá bænum Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu. Hún stundaði nám á Kvennaskólanum á Blönduósi, sem vakti áhuga hennar á íslenskum heimilisiðnaði, og lærði vefnað á Akureyri. Jóhanna var sérstök áhugamanneskja um vinnslu úr íslenskri ull, vann ullina frá grunni og prjónaði verk sem vöktu athygli jafnt innanlands sem utan.
Aðgangur er ókeypis

Dagskrá

14:00 Setning

14:10 – 14:40  Dr. Áslaug Sverrisdóttir, sagnfræðingur:  Jóhanna Jóhannesdóttir, ævi og störf

14:40 – 15:10   Iðunn Vignisdóttir, bókmennta- og sagnfræðingur: Ágrip af sögu Kvennaskólans á Blönduósi

15:10 – 15:40   Sólborg Una Pálsdóttir, sagnfræðingur og héraðsskjalavörður: Hugleiðing um sjálfstæði, réttindabaráttu og vefstóla

15:40 – 16:00   Kaffihlé

16:00 – 17:00   Sýning á verkum Jóhönnu í Heimilisiðnaðarsafninu, leiðsögn um Kvennaskólann og Minjastofur Vina Kvennaskólans

17:00  Málþingi slitið

17:10   Ferð á æskuslóðir Jóhönnu á Svínavatni fyrir áhugasama (akstur á eigin vegum)

Málþingsstjóri er Jóhanna E. Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands.

 

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt vegna skipulagningar að skrá sig: textilsetur.residency@simnet.is