Líf og atvinnuþátttaka kvenna í 100 ár

Þykkvibær

22. ágúst 2015

13:00-17:00

Suðurland

Konur í Kenfélaginu Sigurvon í Þykkvabæ hafa safnað saman myndum af vinnandi konum í Þykkvabænum fyrr og nú. Einnig hafa þær dregið fram úr geymslum og skápum gömul rafmagnstæki sem tilheyrðu störfum konunnar.

 

” Líf og atvinnuþátttaka kvenna í 100 ár.”

Dagskráin byrjar í kirkjunni kl. 13.00 laugardaginn 22 ágúst. Sr Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Sr. Guðbjörg Arnardórttir hleypa verkefninu af stað.

Í framhaldi af því verður sýningin opnuð í skólahúsinu. 
Veitingar í boði.

Sýningin verður opin laugardaginn 22 ágúst og sunnudaginn 23 ágúst 13.30-17.00