“Líf mitt er ekki Laugardalsvöllur”

02. ágúst 2015

13:00

none

 

Sjöundi þáttur af níu um kvennabaráttu í söngvum á RÚV 1.

 

Grýlur
Hægrismellið á mynd og opnið nýjan glugga til að hlusta

Í kringum 1980 fer það að verða algengara hér á landi að konur semji sjálfar baráttusöngva sína, en þeir höfðu áður einkum verið samdir af karlmönnum. Þannig semur Ragnhildur Gísladóttir sönginn „Ekkert mál“ árið 1982 og Ingibjörg Þorbergs semur „Baráttusöng kvenna“ árið 1988. Karlmenn semja þó líka lög við kvenréttindasöngva, t.d. semur Hjálmar H. Ragnarsson lag við sönginn „Yfirlýsingu“ við ljóð Magneu Matthíasdóttur árið 1991. Erlendis fara pönkhjómsveitir femínista að láta að sér kveða upp úr 1990 undir heitinu „Riot grrrls“. Á sama áratug kemur kvennahljómsveitin Spice Girls fram og talar um „stelpnavald“ (girl power), en ekki eru allir sáttir við boðskap þeirra.

Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir