Lengi býr að fyrstu gerð

Akranes

29. október 2015

Vesturland

Vökudagar í Bókasafni Akraness

29. október – 21. nóvember

Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlistar-arfur frá Kirkjuhvoli.  

Í tilefni af því að minnst er 100 ára afmælis kosningaréttar og kjörgengis kvenna verður sett upp sýning með ljósmyndum og stuttu æviágripi þriggja kynslóða kvenna sem bjuggu á Akranesi frá upphafi þriðja áratugar síðustu aldar.

Þær eru:

Kirstín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen (1850-1940)

dóttir hennar Valgerður Lárusdóttir Briem (1885-1924)

og barnabarn Halldóra Valgerður Briem (1913-1993).

 

Þær báru með sér arf tónlistar í söng og píanóleik úr uppeldi sínu og miðluðu þeim arfi til afkomenda.

 

7. nóvember kl. 14.00

Una Margrét Jónsdóttir heldur fyrirlestur um framlag þessara þriggja kvenna; Kirstínar Katrínar Pétursdóttur Guðjohnsen, dóttur hennar, Valgerðar Lárusdóttur Briem og barnabarns, Halldóru Valgerðar Briem, til tónlistarsögu kvenna.

Í nýlegri rannsókn Unu Margrétar kemur m.a. fram að þær, ásamt með öðrum konum, teljast frumkvöðlar í tónlist á sínu sviði sem tónskáld.

Tónlist þeirra flutt af nemendum Tónlistarskóla Akraness í útsetningum Páls Ragnars Pálssonar, afkomandi Kirstínar Katrínar og Valgerðar