Lengi býr að fyrstu gerð

Akranes

07. nóvember 2015

14:00

Vesturland

Una Margrét Jónsdóttir heldur fyrirlestur um framlag Kirstínar Katrínar Pétursdóttur Guðjohnsen, dóttur hennar, Valgerðar Lárusdóttur Briem og barnabarns, Halldóru Valgerðar Briem, til tónlistarsögu kvenna.

Í nýlegri rannsókn Unu Margrétar kemur m.a. fram að þær, ásamt með öðrum konum, teljast frumkvöðlar í tónlist á sínu sviði sem tónskáld.

Tónlist þeirra flutt af nemendum Tónlistarskóla Akraness í útsetningum Páls Ragnars Pálssonar, sem er afkomandi Kirstínar Katrínar og Valgerðar.

Staður: Bókasafn Akraness