Kosningaréttur, kvennabarátta og framtíðarhorfur

Eyrarbakki

22. mars 2015

14:00

Suðurland

Gestaboð Konubókastofu
 
KOSNINGARÉTTUR- KVENNABARÁTTA OG FRAMTÍÐARHORFUR í Rauða húsinu á Eyrarbakka 22. mars 2015
 
 

14:00: Anna Jónsdóttir, forstöðukona Konubókastofunnar, segir nokkur orð.

14:05: „Fiskispaði með götum.“Hildur Hákonardóttir, listakona og rithöfundur segir frá hugleiðingum sínum um kvennabaráttuna.

14:25: „Kosningarétturinn“. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns

Íslands og formaður afmælisnefndar um 100 ára kosningarétt

kvenna, segir frá kosningaréttinum 1915 og hátíðahöldum 2015.

14:45: Margrét Eir, söng- og leikkona syngur nokkur lög fyrir gesti.

15:00: Hlé. Veitingar í boði.

15:15: „Líf og störf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur“: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og framkvæmdarstýra Kvenréttindafélags Íslands, segir frá kvenréttindarkonunni Bríeti

15:30: Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir og Halldóra Íris Magnúsdóttir, námsmeyjar með meiru, segja frá því hvernig það er að vera ungar konur Íslandi í dag.

15:45: Almennar umræður. Fundarstjórar stýra umræðum.

Ókeypis verður inn og veitingar í boði, en á staðnum verða baukar þar sem gestir geta gefið í kaffisjóð. Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.  Einnig er vert að taka fram að hljóðkerfi verður að staðnum þannig að enginn ætti að missa af skemmtilegri og áhugaverðri dagskrá.

100 ára afmælissjóður og Árborg styrkja dagskrána