Konur í 100 ár í Hörpu

Reykjavík

23. apríl 2015

17:00

Höfuðborgarsvæðið

Í Norðurljósasal Hörpu á sumardaginn fyrsta.

Tónleikarnir Konur í hundrað ár hefjast kl. 17 og eru af tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna á Íslandi. Þar verður í máli og myndum flutt tilfinningarík dagskrá þekktra íslenskra kórlaga. Að flutningnum standa allir kvennakórar sem starfa í sönghúsinu Domus Vox og alls skipaðir 150 konum á öllum aldri; Vox feminae, Hrynjandi, Cantabile og Aurora.

Með kórunum verða einnig listamenn í fremstu röð; Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Maríus Sverrisson baríton og kórstjórnandi, Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari og Matthías Stefánsson fiðluleikari.

Margrét Pálmadóttir stjórnar

Verð frá kr. 3.000
Miðasala í Hörpu og www.harpa.is