Konur á ráðherrastóli

Reykjavík

20. nóvember 2015

12-13:45

Höfuðborgarsvæðið

Föstudaginn 20. nóvember verður efnt til málþings í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands um stjórnmálareynslu íslenskra kvenráðherra í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Á málþinginu sem Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur í samstarfi við Jafnréttisstofu og Háskólann á Akureyri munu fyrrum kvenráðherrar fjalla um ráðherratíð sína og og fræðimenn nálgast efnið frá kynjapólitískum sjónarhóli. Málþingið hefst klukkan 12:oo og stendur til klukkan 13.45.
Kona varð í fyrsta sinn ráðherra á Íslandi árið 1970 þegar Auður Auðuns tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í ríkisstjórn Jóhanns Hafstein. Þrettán árum síðar, 1983, varð Ragnhildur Helgadóttir önnur konan til að taka við ráðherraembætti og árið 1987 er Jóhanna Sigurðardóttir þriðja konan sem kemst í þessa áhrifastöðu. Á málþinginu verður meðal annars spurt: Hvað með allar hinar konurnar sem ekki urðu ráðherrar? Þeim 26 konum sem gegnt hafa ráðherraembætti tókst að rjúfa hið svokallaða glerþak, sem er myndlíking fyrir þær hindranir sem standa í vegi fyrir framgangi kvenna á stjórnmálasviðinu og víðar, og komust í áhrifastöðu, en af hverju eru þær ekki fleiri?

Dagskrá:
• 12.00-12.05 Opnun málþings
• 12.05-12.15 Sigrún Stefánsdóttir og Edda Jónsdóttir segja frá tilurð bókarinnar Frú ráðherra
• 12.15-12.25 Rannveig Guðmundsdóttir, fv. ráðherra
• 12.25-12.35 Katrín Jakobsdóttir, fv. ráðherra
• 12.35-13.00 Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur: „Þykkt lag af körlum og stöku kona“.
• 13:00-13:45 Pallborðsumræður. Þátttakendur: Ingibjörg Pálmadóttir, fv. ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, fv. ráðherra, Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands og Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Fundarstjóri er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði.

Málþingið er haldið í tilefni útgáfu bókarinnar Frú ráðherra. Sögur kvenna á ráðherrastóli eftir þær Sigrúnu Stefánsdóttur, forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og Eddu Jónsdóttur. Þar segja tuttugu íslenskar konur sem setið hafa á ráðherrastóli sögu sína á opinskáan hátt en bókin kemur út í til¬efni af 100 ára af¬mæli kosningaréttar ís¬lenskra kvenna. Í kynningu Háskólaútgáfunnar á bókinni segir: „Ráðherrarnir tuttugu, sem eru fulltrúar þriggja kynslóða kvenna, veita lesendum inn-sýn í líf sitt og deila reynslu sinni af þátt¬töku í íslenskum stjórnmálum. Þær greina á einlægan og opinskáan hátt frá uppvexti sínum og mótunarárum, lífssýn og viðhorfum til leiðtogahlutverksins og segja frá ýmsu sem ekki hefur komið fram opinberlega áður.“

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.