“Kjörklefinn”

Akureyri

16. júní 2015

16:00

Norðurland

Sýningin “Kjörklefinn” opnar í Flóru með verkum Margrétar Jónsdóttur.

Kjörklefinn er innsetning sem gerð er til að heiðra minningu Vilhelminu Lever sem kaus fyrst kvenna hér á landi árið 1863 í sveitarstjórnarkosningum, sem var  19 árum áður en kosningaréttur kvenna var lögleiddur. Með áræðni sinni og kjarki ruddi hún braut kvenna og ennþá, 152 árum síðar, getur hún verið konum fyrirmynd um að láta ekki kúga sig eða dæma sem annars flokks borgara vegna kynferðis.

Þann 18. júní verður listamannaspjall með Margréti kl. 20-21.

.