Jafnréttisdagar háskólanna

05. október 2015

none

Jafnréttisdagar eru haldnir dagana 5.-16. október 2015 og eru í ár samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess sem allir innlendir háskólar taka þátt þann  5. október með dagskrá á sínum vettvangi.

Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.

Dagskráin er fjölbreytt og byggir á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn stöðu jafnréttismála.

Leitast er við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja slagkraft þeirra fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti.

 

Sjá nánar: jafnretti.hi.is

Einnig: https://www.facebook.com/Jafnrettisdagar