“Hvað gengur að þeim?”

28. júní 2015

13:00

none

Annar þáttur af níu um kvennabaráttuna í söngvum á RÚV 1.

smyth_ethel
Ethel Smyth. Hægrismellið á mynd og opnið nýjan glugga til að hlusta.

Fjallað er um ameríska kvenréttindasöngva á seinni hluta 19. aldar og enska söngva frá því í kringum aldamótin 1900, en kvenréttindabaráttan var afar kraftmikil í þessum tveimur löndum. Amerískir kvenréttindasöngvar voru oft háðskir, eins og t.d. söngurinn „Oh dear, what can the matter be?“ þar sem orðin eru lögð í munn íhaldssömum karlmanni sem segir: „Hvað gengur að konunum að vilja kjósa?“ Það var mikill sigur þegar konur fengu kosningarétt í Wyoming í Bandaríkjunum árið 1869, en önnur fylki voru íhaldssamari og árið 1872 var Susan B. Anthony dæmd til að greiða sekt fyrir að hafa kosið í forsetakosningum í New York-fylki. Í Bretlandi höfðu Emmeline Pankhurst og dætur hennar forystu í öflugri kvenréttindahreyfingu upp úr aldamótunum 1900. Stjórnvöld létu hart mæta hörðu, enskar kvenréttindakonur voru fangelsaðar hvað eftir annað og beittar illri meðferð í fangelsunum. Tónskáldið Ethel Smyth tók þátt í kvenréttindahreyfingunni og samdi fyrir hana sönginn „March of the Women.“
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.