“Hvað er svona merkilegt við það?” – störf kvenna í 100 ár

Reykjavík

19. júní 2015

none

Sýning í Þjóðminjasafni Íslands.

 

Heitið getur haft margvíslega skírskotun:

til mikilvægis kosningaréttarins – þá og nú

til mikilvægis vinnu kvenna – hvar fer hún fram þá og nú – utan og innan heimilis? Kannski á báðum stöðum?

til mikilvægis menntunar kvenna

til mikilvægis  baráttunnar sem hefur skilað sér í  fjölmörgum  lagabreytingum  – gerum við okkur grein fyrir mikilvægi þeirra í dag?

til mikilvægis viðhorfsbreytinga til kvenna og barnafjölskyldna

ýmsar vangaveltur um stöðuna þá og nú.

 

Sýningarnefnd:

Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunar,
Lilja Árnadóttir, safnvörður munasafns,
Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir, sýningarstjóri.

Höfundur sýningartexta: Kristín Svava Tómasdóttir, skáld og sagnfræðingur

Hönnuðir sýningarinnar: Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður ásamt Ármann Agnarsson, grafískum hönnuði.

Auk þessara koma ýmsir sérfræðingar Þjóðminjasafns að verkefninu.