Hrefna Sigurðardóttir

Akureyri

16. maí 2015

Norðurland

Safnasafnið tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna með sýningu á verkum eftir Hrefnu Sigurðardóttur (f. 1920 í Reykjavík).
Hrefna hlaut fjölbeytta hæfileika í vöggugjöf, samdi ljóð og lög, lék t.d. á gítar, munnhörpu og píanó, en myndlistin mun þó halda nafni hennar á lofti.
Á sýningunni verða þrjátíu litblýants-, krítar-, túss- og vatnslitamyndir sem varpa ljósi á sköpunarstarf sem unnið var í leiðslu og samhljómi við náttúruna.


Safnið hefur þrisvar sinnum kynnt listsköpun Hrefnu Sigurðardóttur, það á 77 verk sem það keypti af henni eða þáði að gjöf í byrjun aldarinnar.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 16. maí í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn, ásamt 13 öðrum sýningum.