“Höfundur óþekktur”

19. júní 2015

20:30

none

Tónlistarviðburður í Hörpu:

 

“Höfundur óþekktur”

 

Nú verður kynjahlutföllunum snúið við!

 

Á 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna er skorað á viðteknar venjur og kastljósinu beint að  sjaldgæfum fyrirmyndum.

Íslenskum kvenhöfundum í tónlist er hampað ásamt brautryðjendunum sem höfnuðu viðteknum venjum og breyttu samfélagi okkar til hins betra og gera enn.


Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða með heljarinnar endurkomu. Einnig mun landslið karlsöngvara flytja lög eftir vinsælustu kvenhöfunda vorrar þjóðar með fullskipaðri hljómsveit kvenna.
Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmundsdóttir, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars, Ragnheiður Gröndal, Sóley, Svala Björgvins og Védís Hervör.

Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Raggi Bjarna og Valdimar.

 

Miðasala:

http://harpa.is/dagskra/hofundur-othekktur

 

 

 

Tónleikunum verður varpað út í sjónvarpi allra landsmanna.