“Höfuðskáld og frumkvöðlar”

Reykjavík

11. júní 2015

19:30

Höfuðborgarsvæðið

Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Stór hljómsveitarverk eftirtektarverðra tónskálda; baráttukvenna og brautryðjenda verða í brennidepli á sögulegum tónleikum.

Jórunn Viðar, eitt af höfuðtónskáldum 20. aldar á Íslandi, Ethel Smyth sem var betur þekkt sem pólitískur aðgerðasinni og kvenréttindakona, þrátt fyrir ótvíræða tónlistarhæfileika, og Amy Beach sem var fyrsta bandaríska kventónskáldið sem átti miklum vinsældum að fagna heima fyrir og í Evrópu; – þessar listakonur ruddu brautina fyrir komandi kynslóðir tónsmiða.

Anna Þorvaldsdóttir er í fremstu röð yngri tónskálda en hún hlaut meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt Dreymi. Einleikari á
tónleikunum er Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og stjórnandi er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Rio de Janeiro, Ligia Amadio sem
hefur stjórnað þekktum hljómsveitum í Ameríku, Asíu og Evrópu og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín.
Tónleikarnir eru hluti af dagskrá sem haldin er í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Efnisskrá:
Ethel Smyth The Wreckers, forleikur
Jórunn Viðar Slátta, píanókonsert
Anna Þorvaldsdóttir Dreymi
Amy Beach Gelíska sinfónían

Ligia Amadio hljómsveitarstjóri
Ástríður Alda Sigurðardóttir einleikari
„Það eina sem skiptir máli er tónninn í manni sjálfum og hvað verður úr honum“
— Jórunn Viðar