Hátíðarfundur í Garðabæ

Garðabær

20. ágúst 2015

17-19

Höfuðborgarsvæðið

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til Alþingis verður fundur bæjarstjórnar Garðabæjar 20. ágúst nk. eingöngu skipaður kvenbæjarfulltrúum.

Fundurinn verður haldinn í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, kl. 17-19.

Fundurinn er öllum opinn og konur í Garðabæ eru hvattar til að fjölmenna.

Til fundarins eru boðaðar sérstaklega

  • stúlkur sem luku grunnskólanámi í vor,
  • stúlkur í ungmennaráði,
  • konur sem sitja í fastanefndum bæjarins,
  • konur sem hafa verið fulltrúar í hreppsnefnd eða bæjarstjórn Garðabæjar / Álftaness

Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði að loknum hátíðarfundi.

 

 

Nánari upplýsingar:

http://www.gardabaer.is/forsida/vidburdir/vidburdur/2015/08/20/Hatidarfundur-baejarstjornar-kl.-17-19-i-safnadarheimili-Vidalinskirkju/