Hátíð í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar

19. júní 2015

12:00

Suðurland

19. júní 2015

 

12.00 Hátíðarfundur bæjarstjórnar

Hátíðarfundur bæjarstjórnar sem er jafnframt sá 1500. verður haldinn í Landlyst í tilefni dagsins

 

16.30 Jafnréttisganga

Gengið frá Vigtartorgi að Sagnheimum.

Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur mun stikla á stærstu áfangasigrum kvenréttindabaráttunnar, á Íslandi og í Vestmannaeyjum síðustu 100 ár.

Þátttakendur í göngunni eru hvattir til að mæta í bleikum lit til að sýna samstöðu.

 

17.00 Þær þráðinn spunnu

Fyrirlestur og opnun sýningar Gunnhildar Hrólfsdóttur rithöfundar og sagnfræðings sem fjallar um Eyjakonur

Gestum verður boðið upp á hátíðarköku í tilefni dagsins.

 

 

Aðgangur verður ókeypis þann 19. júní í Sagnheima eftir kl. 17 og eru bæjarbúar hvattir til að kynna sér nýju sýninguna Eyjakonur í íþróttum í 100 ár og kvennastofuna.

Bjartey Gylfadóttir, bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2013, verður með myndlistarsýningu sína, Heimaslóð, sýningu á nýjum olíuverkum í Einarsstofu. Í sýningarskápum Einarsstofu verður einnig sýningin ,,úr fórum kvenna”  og er fólk hvatt til að koma gömlum dagbókum, skjölum, myndum eða munum sem tengjast konum til varðveislu hjá safninu en þar gætu reynst ómetanlegar heimildir.

 

Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum og fagna þessum merku tímamótum.