“Hækkum kosningaaldur í 25 ár”!

Reykjavík

21. mars 2015

14:00

Höfuðborgarsvæðið

Á að hækka kosningaaldurinn upp í 25 ár?

Þessari spurningu verður kastað fram á málþingi um kosningaþátttöku ungs fólks en þar verður umræðuefnið hvort hækka eigi kosningaaldur sökum áhugaleysis. Samkvæmt könnunum LÆF (Landssamband æskulýðsfélaga) hefur kjörsókn ungs fólks minnkað um 20% milli kosninga og því á spurningin fullan rétt á sér.

Fundarfyrirkomulagi verður þannig háttað að fyrst verða tvær framsögur, með og á móti tillögunni og tvö andsvör í framhaldinu. Að því loknu verða pallborðsumræður þar sem gestum úr sal gefst kostur á að leggja fram spurningar til þátttakenda.

 

Málþingið fer fram í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum klukkan 14:00.

 

Veitingar verða í boði að lokinni dagskrá