“…frá vöggunni til grafarinnar settar á knje karlmönnum.”

Reykjavík

30. desember 2014

16:00

none

Upptakturinn að afmælisárinu er fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá 1887, fyrsti fyrirlestur kvenmanns á Íslandi, leiklesinn í Iðnó 30. desember næstkomandi kl 16.00. Hann er talinn vera upphaf kvenréttindabaráttu á Íslandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir 2.500 kr., innifalið kakó og randalín eftir sýningu.

Sjö leikkonur fara með hlutverk Bríetar undir leikstjórn Ásdísar Skúladóttur.

Bríetarnar eru: Hera Hilmarsdóttir  leikkona, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona, Jórunn Sigurðardóttir  útvm. og leikkona, Þórunn Lárusdóttir leikkona, Þórey Sigþórsdóttir leikkona, Sólveig Pálsdóttir  rith. og leikkona, Saga Garðarsdóttir leikkona.

Fyrirlesturinn verður siðan fluttur í útvarpsformi kl 15.00 á nýársdag í Ríkisútvarpinu, Rás 1