Frú ráðherra og Madamma Lever

Akureyri

20. júní 2015

13:00

Norðurland

 

Menningarhúsið Hof klukkan 13
Frú ráðherra, sögur kvenna á ráðherrastóli er bók sem kemur út í dag hjá Háskólaútgáfunni.  Höfundarnir: Sigrún Stefánsdóttir og Edda Jónsdóttir segja frá vinnslu bókarinnar sem byggist á viðtölum við 20 konur sem hafa verið ráðherrar. Valgerður Sverrisdóttir, frá Lómatjörn, mun segja frá sinni reynslu sem ráðherra og lesa kafla úr bókinni. Konurnar þrjár munu sitja fyrir svörum á eftir. Bókin er tileinkuð minningu Auðar Auðuns sem fyrst íslenskra kvenna varð ráðherra.

 

 

Dagskrá í Samkomuhúsinu klukkan 15
Vilhelmínu Lever sem kaus fyrst kvenna í sveitarstjórnarkosningum verður minnst. Dagskráin er í umsjón Sögu Jónsdóttur.

Spékopparnir, leikhópur Félags eldri borgara á Akureyri, stikla á stóru í kosningasögu kvenna.