Framköllun – Neisti

Hafnarfjörður

17. janúar 2015

Höfuðborgarsvæðið

Hafnarborg kynnir tvær afar ólíkar sýningar á verkum tveggja kvenna sem líta má á sem fulltrúa ólíkra tíma bæði hvað varðar þá hugmynda- og aðferðafræði sem einkenna vinnu listamannsins og þá stöðu sem konur taka sér í samfélaginu og innan listheimsins. Þær eru samtímalistakonan Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969) og Hannu Davíðsson (1888 – 1966) sem bjó og starfaði í Hafnarfirði árið 1915 þegar íslenskar konur hlut kosningarétt.

 

Í aðalsal Hafnarborgar er stór innsetning eftir Heklu sem ber yfirskriftina Framköllun og felur í sér bæði ferli, gjörning og samstarf við fjölmarga aðra listamenn. Hekla er á meðal fremstu listamanna samtímans hér á landi. Hún hefur vakið athygli fyrir verk sem sýnd hafa verið í söfnum og öðrum á sýningarstöðum bæði hér heima og erlendis. Hekla er prófessor í myndlist við Listaháskóla Íslands og hefur um árabil verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi. Í Sverrissal safnsins er sýningin Neisti með málverkum og teikningum eftir Hönnu Davíðsson sem nánast allt sitt líf lagði stund á myndlist mótuð af aðstæðum kvenna við upphaf 20. aldar. Hanna er á meðal þeirra kvenna sem Hrafnhildur Schram fjallar um í bók sinni Huldukonur í íslenskri myndlist en þar varpar hún ljósi á ævi og störf tíu íslenskra kvenna sem námu myndlist erlendis um aldamótin 1900.

 

Stendur til 15. febrúar.