Fögnuður hjá Alcoa

Reyðarfjörður

19. júní 2015

17:00

Austurland

Alcoa Fjarðaál hefur frá upphafi lagt áherslu á jafnt hlutfall kynja innan fyrirtækisins og mun hvergi hvika frá þeirri

stefnu. Konurnar sem starfa hjá fyrirtækinu sinna fjölbreyttum störfum og vinna af krafti að uppbyggingu og þróun

stærsta fyrirtækis á Austurlandi.

 

Í tilefni af kvenréttindadeginum og 100 ára kosningarafmæli kvenna þann 19. júní býður Alcoa Fjarðaál konum til fagnaðar í matsal álversins. Gleðskapurinn hefst kl. 17:00 og stendur til 18:30 föstudaginn 19. júní.

Dagskrá:

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa býður gesti velkomna

Björk Jakobsdóttir leikkona sér um veislustjórn og fer með gamanmál

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins flytur ávarp

Hrafna Hanna Herbertsdóttir söngkona flytur nokkur vel valin lög

Lifandi tónlist og ljúfar veitingar

Opnun ljósmyndasýningarinnar Konur í álveri