“Er ég þá ekki kona?”

19. júní 2015

14:03

none

Fyrsti þáttur af 9 um kvennabaráttuna í söngvum á RÚV 1.

MW
Mary Wollstonecraft

Fjallað er um kvenréttindabaráttuna frá því í fornöld og til miðbiks 19. aldar. Eitt elsta tilfelli sem þekkt er um mótmæli kvenna gegn kúgun karla er frá árinu 195 f. Kr. í Rómarveldi, en þá þustu rómverskar konur út á göturnar til þess að mótmæla lögum sem skertu réttindi þeirra. Árið 1791 gaf franska kvenréttindakonan Olympe de Gouges út Kvenréttindayfirlýsingu (Déclaration des Droits de la femme et de la citoyenne) þar sem þess var krafist að konur fengju jafnan rétt á við karlmenn og 1792 skrifaði hin enska Mary Wollstonecraft „Vörn fyrir réttindi kvenna“ (A Vindication of the Rights of Women). Frá þessum tíma eru elstu kvenréttindasöngvar sem þekktir eru.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Hér má hlusta:

 

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/kvennabarattan-i-songvum/20150619