“Ég vildi læra”

09. ágúst 2015

13:00

none

 

Áttundi þáttur af níu um kvennabaráttuna í söngvum á RÚV 1.

Í þessum þætti verður sjónum beint að kvenréttindabaráttunni utan Vesturlanda. Í Afghanistan hefur réttur kvenna verið mjög fyrir borð borinn, einkum á valdatíma talibana sem bönnuðu konum að fara út úr húsi öðru vísi en í fylgd karlkyns ættingja og íklæddar búrku sem huldi þær gjörsamlega. Kvenréttindasamtökin RAWA héldu samt baráttu sinni áfram með leynd og ráku m.a. leynilega skóla fyrir stúlkur. Í þættinum verða fluttir nokkrir af baráttusöngvum RAWA og einnig verða fluttir kvenréttindasöngvar frá Kína, Indlandi og nokkrum Afríkuríkjum.

Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.