“Ég á mig sjálf”

19. júlí 2015

13:00

none

Fimmti þáttur af níu um kvennabaráttuna í söngvum á RÚV 1.

 

 https://www.youtube.com/watch?v=XgRTVO0THWk

 

Upp úr 1960 fóru frelsisvindar að blása um löndin. Víða var barist fyrir auknum mannréttindum og um leið færðist aftur kraftur í kvenréttindabaráttuna. „You don´t own me“ (Þú átt mig ekki) söng Lesley Gore árið 1963 og svipaðan boðskap mátti finna í söngnum „Ég á mig sjálf“ sem Ómar Ragnarsson samdi textann við árið 1969 og Þuríður Sigurðardóttir söng. Í þessum þætti verður mest áhersla lögð á ameríska kvenréttindasöngva á árunum 1960-1975, en fáeinir söngvar frá öðrum löndum fá líka að hljóma.

Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir