Alþjóðlegur bænadagur kvenna

06. mars 2015

20

none

Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn um allt land.
Minnst verður 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi um leið og fjallað verður um málefni kvenna frá sjónarhóli kvenna á Bahamaeyjum, en ár hvert senda konur í mismunandi löndum út upplýsingar og bænarefni út frá sínum aðstæðum.  Bahameyskar konur fengu kosningarétt tæpri hálfri öld á eftir íslenskum konum, árið 1962.

Sérstök bænar- og umfjöllunarefni þetta árið eru fátækar konur, þolendur heimilisofbeldis, flóttafólk og hælisleitendur, ungar mæður og einstæðir foreldrar, fólk með HÍV/alnæmi og konur sem greinst hafa með brjóstakrabba.
Samkoman fyrir höfuðborgarsvæðið verður í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, kl. 20
Melstaður í Miðfirði, kl. 20
Hvítasunnukirkjan, Skarðshlíð 20, Akureyri, kl. 20
Klaustrið í Stykkishólmi, kl. 20
Bænaganga kl. 17 frá Landakirkju í Vestmannaeyjum endar með bænastund í Stafkirkjunni kl. 18