Konur stíga fram

Reykjavík

13. febrúar 2015

Höfuðborgarsvæðið

KONUR STÍGA FRAM – SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST

Listasafn Íslands

Sýningin byggir á heimildum og listaverkum valinna kvenna, úr fórum Listasafns Íslands, sem vitna um vitundarvakningu íslenskra kvenna og þátt myndlistar í staðfestingu á sjálfsmynd þeirra.

Þetta yfirlit hefst með Þóru Melsteð (1823–1919) – stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík, 1874 – og nemur staðar við konur fæddar 1940, en með þeirri kynslóð má segja að björninn sé unninn á listsviðinu að því leyti að kynslóðir fæddar síðar þurfa ekki að sanna sig sérstaklega sem listamenn vegna kvenlegs uppruna.

Sýningin stendur til 10. maí 2015.