“Áfram stelpur”

26. júlí 2015

13:00

none

Sjötti þáttur af níu um kvenréttindabaráttuna í söngvum á RÚV 1.

afram_stelpur
Hægrismellið á mynd og opnið nýjan glugga til að hlusta

Í kringum 1970 fór að bera á kvenréttindakonum sem kölluðu sig rauðsokkur og vöktu mikla athygli. Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið 1975 ár kvenna og þetta ár tóku íslenskar konur sér frídag sem varð frægur um allan heim. Á útifundi á Lækjartorgi þann dag leiddi Guðrún Á. Símonar söng, en söngvar settu mikinn svip á kvenréttindabaráttu þessara ára. Frægastur var söngurinn „Áfram, stelpur“, en hann var sænskur að uppruna, enda voru kvenréttindakonur á Norðurlöndum afar kraftmiklar á þessum tíma og söngvarnir bárust hratt á milli landa. Megas samdi samt líka söngva fyrir íslenskar kvenréttindakonur.