“Að stika sér spönn á kvennaslóð”

Hafnarfjörður

18. apríl 2015

14:00

Höfuðborgarsvæðið

 

Málþing í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, í tengslum við sýninguna MENN.

Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni sýningarinnar frá sjónarhóli karla- og jafnréttisfræða.

Óöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri sýningarinnar Menn gerir grein fyrir sýningunni.

Þátttakendur eru þekktir fyrir rannsóknir eða skrif um jafnréttismál:

Ingólfur V. Gíslason, Jón Ingvar Kjaran og Árni Matthíasson

Haukur Ingvarsson rithöfundur og bókmenntafræðingur stýrir málþinginu

Að framsöguerindum loknum taka listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, þátt í pallborðsumræðum með framsögumönnum.

Sýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna.

Á sýningunni eru verk eftir þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson.

Í verkunum takast þeir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu, hugmyndir um þátttöku þeirra í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna.