VERA:KVEN:VERA

Reykjavík

30. maí 2015

15:00

Höfuðborgarsvæðið

vera kynn

Innsetning í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

30. maí – 22. júní 2015

Opin virka daga kl. 8-10 og um helgar kl. 12-18.

Ókeypis aðgangur

 

Innsetning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur VERA:KVEN:VERA er unnin sérlega í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna á íslandi í samvinnu við Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kristínu Gunnlaugsdóttur, myndlistamann.

VERA:KVEN:VERA er leit að einhverskonar sameiginlegu sjálfi kvenverunnar; – verkið skoðar og leitast við að sætta eða sameina annarsvegar hið innsta sjálf og hinsvegar okkar ystu speglun eða útlit.

Verkið er unnið í blandaðri tækni og er byggt á þremur aðskildum efnis þáttum;
– í fyrsta lagi verki Kristínar Gunnlaugsdóttur – SKÖPUNARVERK I – sem hefur prýtt Tjarnarsal Ráðhússins síðastliðið ár;
– í öðru lagi handskrifuðum bréfum og ljósmyndum af prúðbúnum konum frá því í kring um 1915, varðveittum á Borgarskjalasafni Reykjavíkur;
– og í þriðja lagi er opnunar gestum boðið að taka þátt með því að vera „bætt í“ stafræna grunn verksins, en það er aðferð sem Guðrún Sigríður hefur þróað í verkum sínum á síðastliðnum árum.