“100 kápur á Frakkastíg”

Reykjavík

14. maí 2015

17:00

Höfuðborgarsvæðið

 

Kosningaþátttaka kvenna í 100 ár: Hvar erum við stödd?

 

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík

 

14. maí – 7. júní

Opnunartími er alla daga vikunnar frá kl  10 – 18.

 

Staðsetning: Frakkastígur 9, port og garður, 101 Reykjavík

 

 

Listamennirnir Hallgrímur Helgason, Helga Þórsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hlynur Hallsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Libia Castro, Ólafur Ólafsson og Ragnheiður Jónsdóttir eru ekki óvön því að vinna á pólitískum nótum í verkum sínum. Hér vinna þau útisýningu þar sem kosningaþátttaka kvenna í 100 ár er þema sýningarinnar. Undirtónninn er nokkuð dimmur,  ekki allir á einu máli um það hvar við stöndum í dag. Liðin hafa hundrað ár, heil öld, standa kynin jafnfætis í dag þegar kemur að stjórnun og ákvarðanatöku í samfélagslegu samhengi? Eða er þetta baráttan endalausa?

 

Í portinu á Frakkastíg 9, á húsveggjum og í garðinum skapa listamenn verk í rýmið, ákall til umræðunnar um jafnrétti kynjanna.

 

Sýningarstjóri er Rakel Steinarsdóttir myndlistarmaður

 

 

Listamannaspjall

23. maí kl 14: listamannaspjall: pólitískir listamenn

30. maí kl 14: listamannaspjall: pólitískir listamenn

6.júní kl 14: listamannaspjall: pólitískir listamenn

 

 

Við opnun 14. maí kl. 17:00 syngur Kvennakórinn Hrynjandi

 

Facebook síða:

https://www.facebook.com/100kapur

 

http://www.listahatid.is/vidburdir/oskar-i-studi/