Úrslit í smásagnakeppni

Alls bárust í keppnina 20 sögur eftir 17 höfunda, bæði konur og karla.

Dómnefnd fór yfir efnistök, sögustíl og áhugaverðugleika hverrar sögu.

Valdar voru þrjár sögur í verðlaunasæti og tvær fengu viðurkenningu.

 

Verðlaun og viðurkenningar voru veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 19. júní 2015.

 

Ráðgert er að gefa sögurnar út á prenti í smásögubók, í sumar eða haust.

 

Soroptimistasamband Íslands óskar öllum höfundum til hamingju með ritstörfin og þakkar þeim fyrir þátttökuna í keppninni. Sjá einnig inná vef. www.soroptimist.is

 

1.verðlaun kr. 75.000

Þær fórnir sem við færum, smásaga

Höfundur: Kristín Guðbjörg Snæland

 

2.verðlaun kr. 50.000

Amma Gugga, smásaga

Höfundur: Sigurrós Þorgrímsdóttir

 

3. verðlaun kr. 25.000

Okkar eigin upprisa, smásaga

Höfundur: Rósa Þóra Magnúsdóttir

 

 

Viðurkenning:

Liv, smásaga

Höfundur: Ragnheiður Jónsdóttir

 

Viðurkenning:

Bréfið hennar langa langa langömmu, smásaga

Höfundur: Sigurbjörn Skarphéðinsson