Fyrir alla

Kosningaréttur fyrir alla

Árið 1918 gerðu Íslendingar og Danir með sér svokallaðan Sambandslagasamning. Í honum voru ákvæði um gagnkvæman ríkisborgararétt. Því setti Alþingi lög árið 1920 sem færðu öllum 25 ára og eldri kosningarétt, óháð kyni og atvinnu. Þá voru konur og vinnumenn orðin jafnrétthá “karlmönnum”.

Ákvæðið um að svipta fólk kosningarétti vegna þegins sveitarstyrks var afnumið árið 1934 og aldursákvæðið einnig lækkað í 21 ár. Þá munu um 60 prósent þjóðarinnar hafa haft kosningarétt, og kosningaþátttakan var komin upp í um 80 prósent.

Kosningaaldurinn var lækkaður í 20 ár 1968.

Árið 1984 var kosningaaldur færður í 18 ár. Jafnframt voru felld niður ákvæði um missi kosningaréttar vegna lögræðissviptingar eða flekkaðs mannorðs.

Fullu jafnrétti allra skilgreindra fullorðinna þegna hvað varðar kosningarétt var ekki náð fyrr en 1984, eins og sést á því sem hér hefur verið rakið.