Konur kjósa í Saudi Arabíu í fyrsta sinn!

Safinaz Abu al-Shamat og Jamal al-Saadi komust á spjöld sögunnar 15. ágúst 2015 því þær voru fyrstu konurnar í Saudi Arabíu sem skráðu sig á kjörskrá.

sádí

Árið 2011 gaf konungur út tilskipun þess efnis að konur megi kjósa og bjóða sig fram. Þann 12. desember verða sveitarstjórnarkosningar og þá munu konur láta til sín taka í kosningum í konungdæminu í fyrsta sinn í sögu þess.

Reyndar hafa sveitarstjórnir minna vald en hér á landi til dæmis. Þeim er ætlað að taka fyrir fjárhagsáætlun, gera tillögur um byggingareglugerðir og hafa yfirsýn yfir byggingar. En þetta er engu síður stórt skref. Saudi Arabía er eitt síðasta land í heimi til að veita konum kosningarétt.