Hvað er að ske í júlí?

Í júlímánuði er heldur rólegt í hátíðahöldum, enda fara mjög margir landsmenn í frí. En þá er gráupplagt að skoða sýningar.

Í Reykjavík eru sérstakar sýningar í Þjóðminjasafni, Þjóðarbókhlöðu og Sjóminjasafninu, í húsnæði Borgarbókasafns í Tryggvagötu, á Árbæjarsafni og á Kjarvalsstöðum.

Á Eyjafjarðarsvæðinu eru mörg söfn með sýningar, í Borgarnesi er sérstök sýning í Safnahúsinu, sömuleiðis í Snæfellsbæ og á Dalvík, svo dæmi séu nefnd. Athugið nánar viðburðadagatalið hér að neðan og skyggnist um í ykkar heimabyggð eftir forvitnilegu efni.

“Öldin hennar” verður á sínum stað á sunnudagskvöldum í sjónvarpinu, og Una Margrét Jónsdóttir rifjar upp söngva kvennabaráttunnar, innanlands sem utan, á RÚV 1 á sunnudögum.

Boðið er upp á skoðunarferðir um Alþingishúsið á þriðjudögum og fimmtudögum í júlí og ágúst þar sem m.a. má sjá sýningu helgaða kosningarétti kvenna.

 

Njótið sumarsins.

Framtíðin2
Hægrimellið á mynd til að opna hlekk að útsendingu frá hátíðafundinum á Austurvelli 19. júní 2015.
Framtíðin
Framtíðin mætti á Austurvöll 19. júní 2015.