Fyrir skipuleggjendur

Hugmyndir

Mikilvægt er að virkja frumkvæði landsmanna í hátíðahöldum og athöfnum. Hér eru einkum höfð í huga kvenfélög um allt land sem unnið hafa ómetanlegt starf í þágu kvenna og þjóðarinnar allrar og hafa haldið minningu kosningaréttar kvenna á lofti frá árinu 1915. En hér er einnig átt við skóla, fyrirtæki, verkalýðsfélög og sveitarfélög. Tækifæri mun gefast til þess að kanna stöðu jafnréttismála í heimabyggð og sögu kvenna sérstaklega og ástæða er til að hvetja sem mest til slíkrar virkni. Hér má benda á:

  • sýningar í öllum bókasöfnum landsins á verkum eftir íslenskra kvenrithöfunda
  • farandsýning frá Landsbókasafni Íslands í félagsheimili
  • fyrsta kona eða konur í sveitarstjórn/bæjarstjórn og fyrsta þingkona kjördæmisins
  • boðið upp á köku 19. júni: Kvenfélög, sveitarstjórnir, stofnanir og félög. Opið hús
  • ritgerðarverkefni í skólum um kosningarétt kvenna og jafnrétti
  • flutningur á tónverkum kvenna í tónlistarskólum