Fögnum í dag!

 

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt.

Lögin færðu einnig kosningarétt um 1.500 vinnumönnum, sem voru 40 ára og eldri,  og líka um 1.000 karlmönnum sem áður höfðu ekki haft réttinn vegna skilyrða um útsvarsgreiðslu.

19. júní hefur verið kallaður kvennadagurinn og kvenréttindadagurinn frá árinu 1915. Þann dag hafa íslenskar konur og íslensk kvennahreyfing litið til baka og glaðst yfir fengnum rétti.

Já, og svo á íslenski þjóðfáninn líka aldarafmæli.

Til hamingju með daginn!

 

 

 

Hátíð nálgast!

Haldið verður upp á 19. júní um allt land.

Við hvetjum alla til að senda okkur dagskrá svo hægt sé að setja inn í viðburðadagatalið, öllum til hægðarauka.

Dagatalið er hér neðar á síðunni.

 

Konur fagna kosningarétti 1915

 

 

 

 

 

Hátíðadagskrár

Framkvæmdanefnd um aldarafmæli kosningaréttar kvenna og Reykjavíkurborg gangast fyrir hátíðahöldum í miðborg Reykjavíkur þann 19. júní í samvinnu við fleiri aðila.

Dagskráin er komin í viðburðadagatalið hér að neðan undir “Hátíð í miðborginni”.

Þar er einnig að finna hátíðardagskrár á Akureyri, Dalvík, Seltjarnarnesi og á Höfn í Hornafirði, í Hafnarfirði, Árborg, Snæfellsbæ og í Vestmannaeyjum.

Fylgist vel með því dagskrár streyma inn!

 

“Baráttukonur og brautryðjendur”

Amy Beach, tónskáld
Amy Beach, tónskáld

Málstofa Sinfóníunnar

Mánudaginn 8. júní kl. 20 verður haldin málstofa og tónleikakynning í Kaldalóni Hörpu þar sem konur og hinn sinfóníski heimur verða í brennidepli. Málstofan er undanfari Kvennatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 11. júní kl. 19:30.

Málstofan og tónleikarnir eru hluti af dagskrá sem haldin er í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Opið meðan húsrúm leyfir.

 

 

Sjá nánar hér:  http://www.sinfonia.is/tonleikar/nr/2834

 

#orkakvenna á Instagram

orkakvennaOrkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Gagnaveita Reykjavíkur og Orka náttúrunnar, blása til ljósmyndasamkeppni á Instagram fyrir ungt fólk til að heiðra 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

  • Þátttakendur taka mynd sem þeir telja beisla orku kvenna; hvort sem hana er að finna í fólki, listaverkum, náttúrunni eða öðru.
  • Myndinni er deilt á Instagram undir myllumerkinu #orkakvenna.
  • Ljósmyndirnar safnast saman á nýrri vefsíðu, orkakvenna.is, sem opnar 1. júní.
  • Sjá nánar í viðburðadagatali hér að neðan.

Tillaga að hátíðahaldi

 

Þingborg-plakötin

Aldarafmælis kosningaréttarins er minnst með margvíslegum hætti um land allt.

Landsbókasafn hefur látið prenta 8 spjöld sem farandsýningu  úr sýningu sinni um kosningaréttinn. Þau má setja á hvaða vegg sem er. Hér prýða þau félagsheimilið Þingborg en kvenfélögin í Rangárvallasýslu tóku höndum saman um afmælishald helgina 30.-31. maí. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Landsbókasafn Íslands.