Þakkir og kveðjur

Framkvæmdanefnd um aldarafmæli kosningaréttar kvenna hefur lokið störfum.

Við færum landsmönnum öllum þakkir fyrir þetta fróðlega og fallega ár.

Vonandi erum við öll vísari um kosningaréttinn, þróun hans og verðmæti.

 

 

Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár

Ráðstefnan Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár var haldin í Hörpu dagana 22.-23. október. Hana sóttu hátt í 500 manns og þótti heppnast með eindæmum vel.

Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þakkar RIKK og öllum öðrum sem komu að skipulagi og undirbúningi.

Upptökur frá ráðstefnunni má sjá hér:

 

https://www.youtube.com/playlist?list=PLj3ogNrbtBax4ofPnWaPVrZ6ll79yw0Jl

 

Nefndin stendur ekki fyrir fleiri viðburðum á árinu, en afmælisins er áfram minnst.

Skoðið dagatalið hér að neðan.

 

 

 

Afrekskonur í Ráðhúsi

Afrekskonur

Afrekasýning kvenna á Íslandi verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur í september.

Á sýningunni verður framlagi kvenna til samfélagsins gerð skil og fjallað um margvísleg afrek þeirra.

Sýningin er opin á opnunartíma Ráðhúss Reykjavíkur.

Nánar:

https://www.facebook.com/afrekskonur

Konur kjósa í Saudi Arabíu í fyrsta sinn!

Safinaz Abu al-Shamat og Jamal al-Saadi komust á spjöld sögunnar 15. ágúst 2015 því þær voru fyrstu konurnar í Saudi Arabíu sem skráðu sig á kjörskrá.

sádí

Árið 2011 gaf konungur út tilskipun þess efnis að konur megi kjósa og bjóða sig fram. Þann 12. desember verða sveitarstjórnarkosningar og þá munu konur láta til sín taka í kosningum í konungdæminu í fyrsta sinn í sögu þess.

Reyndar hafa sveitarstjórnir minna vald en hér á landi til dæmis. Þeim er ætlað að taka fyrir fjárhagsáætlun, gera tillögur um byggingareglugerðir og hafa yfirsýn yfir byggingar. En þetta er engu síður stórt skref. Saudi Arabía er eitt síðasta land í heimi til að veita konum kosningarétt.

Skoðunarferðir í Alþingishúsið

alþingishúsiðalþingishúsiðalth_6

Minnum á skoðunarferðir um Alþingishúsið kl. 14 á þriðjudögum og fimmtudögum (til 25. ágúst). Hægt verður að sjá sýningu sem sett var upp í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna og er tileinkuð konum á Alþingi og kosningarrétti kvenna.

Panta þarf fyrir fram í síma 563 0500 eða senda póst á netfangið heimsoknir@althingi.is.

Hvað er að ske í júlí?

Í júlímánuði er heldur rólegt í hátíðahöldum, enda fara mjög margir landsmenn í frí. En þá er gráupplagt að skoða sýningar.

Í Reykjavík eru sérstakar sýningar í Þjóðminjasafni, Þjóðarbókhlöðu og Sjóminjasafninu, í húsnæði Borgarbókasafns í Tryggvagötu, á Árbæjarsafni og á Kjarvalsstöðum.

Á Eyjafjarðarsvæðinu eru mörg söfn með sýningar, í Borgarnesi er sérstök sýning í Safnahúsinu, sömuleiðis í Snæfellsbæ og á Dalvík, svo dæmi séu nefnd. Athugið nánar viðburðadagatalið hér að neðan og skyggnist um í ykkar heimabyggð eftir forvitnilegu efni.

“Öldin hennar” verður á sínum stað á sunnudagskvöldum í sjónvarpinu, og Una Margrét Jónsdóttir rifjar upp söngva kvennabaráttunnar, innanlands sem utan, á RÚV 1 á sunnudögum.

Boðið er upp á skoðunarferðir um Alþingishúsið á þriðjudögum og fimmtudögum í júlí og ágúst þar sem m.a. má sjá sýningu helgaða kosningarétti kvenna.

 

Njótið sumarsins.

Framtíðin2
Hægrimellið á mynd til að opna hlekk að útsendingu frá hátíðafundinum á Austurvelli 19. júní 2015.
Framtíðin
Framtíðin mætti á Austurvöll 19. júní 2015.

 

Hátíð á Arnarhóli

Sunnudaginn 28. júní verða 35 ár liðin frá því Vigdís Finnbogadóttir var þjóðkjörin forseti, fyrst kvenna í heiminum. Þessa verður minnst á Arnarhóli.

 

VF 19. júní 2015 Una María Óskarsdóttir
Hátíð á Austurvelli 28. júní

 

 

 

 

“Þær fórnir sem við færum” sigraði í smásagnasamkeppni

smásagnakeppni
Frá vinstri: Faðir Ragnheiðar Jónsdóttur, viðurkenning, Sigurbjörn Skarphéðinsson, viðurkenning. Verðlaunahafarnir Rósa Þóra Magnúsdóttir, 3. verðlaun, Sigurrós Þorgrímsdóttir 2. verðlaun, Bróðir Kristínar Guðbjargar Snæland, 1. verðlaun. María Norðdahl 1. varaforseti og María Lóa verkefnastjóri og formaður dómnefndar.

Landssamband Soroptomista efndi til smásögusamkeppni í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Úrslitin voru kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 19. júní og var myndin tekin við það tækifæri.

Lesið meira hér