Aðrir viðburðir

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Hörpu 11. júní 2015 með konum í lykilhlutverkum þar sem verk kvenna eru á efnisskrá, frá Jórunni Viðar til Önnu Þorvaldsdóttur.  

Frímerki kemur út í tilefni afmælisins í apríl.

Sveitarfélögin undirbúa viðburði sem verða kynntir síðar, hvert á sínum stað.

Kórar landsins æfa baráttusöngva og lög kvenna fyrir tónleika næsta árs.

Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar munu margir taka inn  í námsefnið umfjöllun um kosningaréttinn og afmælið. Sérstakur vefur með verkefnum fyrir kennara verður opnaður eftir áramót.

Bókasöfn og Byggðasöfn  munu gera afmælinu skil og berast frá þeim mjög fjölbreyttar hugmyndir.

Kvenfélögin funda um þessar mundir um verkefni og viðburði sem þau munu efna til á næsta ári, sama má segja um jafnréttis- og kvennahreyfingar.